BARA FJÖGUR ÁR???

Hvað meina dómstólar með því að dæma ófjétið bara í fjögur ár?!?! 

Þetta er HRYLLINGUR, drengurinn er engu bættari með eina og hálfa milljón - hann mun sitja uppi með skaðann til æviloka og ófjetið sleppur laus eftir fjögur ár!!! 

Hvað er að Íslensku dómstólunum? Þessi dómur er fáránlegur, og maðurinn ætti aldrei á ævinni að fá að vera eftirlits laus í návígi við unga drengi, það þarf að herða dóma kynferðisafbrota manna og það strax, og gera ráðstafanir eftir fangelsisdvöl þeirra að þeir séu undir eftirliti og hafi ekki tækifæri til að komast á neinn hátt í samskipti við börn!

 Mér finnst skelfilegt að hugsa til þess sem greyji drengurinn þurfti að upplifa og að maðurinn getir gert þetta aftur að fjórum árum liðnum - ef ekki fyrr - bara útaf lélegri löggjöf...

 

...


mbl.is Braut gegn þroskaskertum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnatíminn

Hæhæ kæru lesendur*bergmál á tómum þræði*

 

Það er víst orðið dulítið síðan ég bloggaði nokkuð hér.... 

 En Það sem mig langar að blogga um núna er barnatíminn, er virkilega klukkan hálf sex til hálf sjö hentugasti tíminn fyrir barnaefnið?

Nú er ég svo sérvitur að ég set börnin mín í rúmið klukkan hálf átta, og á undan því er ákveðin rútína svo sem einsog að borða kvöldmat, bursta tennur, bað eða pokaþvottur, o.fl. og til þess að börnin séu komin með góðu móti í rúmið kl. hálf átta þá þarf kvöldmaturinn helst hefjast klukkan 6 sé til þess mælst að allir aðilar klári að borða og svo sé hægt að sinna ofangreindri rútínu. En hafirr þú, kæri lesandi, reynt að fá fjögurra ára pilt til þess að slökkva á sjónvarpinu í miðju barnaefninu til þess að koma fram, setjast við matarborðið, sitja kjurr, borða matinn o.s.frv. þá munt þú skilja rök mín fyrir því að þetta sé sko ekki beinlínis hentugasti tíminn fyrir barnaefnið, allavega ekki á þessum bæ.

Nú hef ég oft og iðulega pælt í því þegar börnin koma heim úr leikskóla/dagvistun klukkan fjögur á daginn útkeyrð og vilja bara setjast og horfa á sjónvarpið og slappa af, að það sé nú kanski ekki það besta að þau horfi svona mikið á sjónvarpið því þau ævinlega kría út að minsta kosti einn þátt ef ekki heila mynd þegar þau koma heim, þau eru jú svo þreytt, svo byrjar barnaefnið, eða í það minnsta biðin eftir barnaefninu og þá heldur glápið áfram, væri ekki bara hentugra ef barnaefnið byrjaði kl. segjum 16:30 og væri svo búið kl. 17:30? ég meina, þeir sem vildu hafa það klukkutíma síðar hafa altént rúv+ til að halda sér gangandi, það er ekki einsog það sé boðið uppá sjónvarpsdagskrána klukkutíma fyrr fyrir þá sem vilja...

 Jæja ég veit það að ekki eru allir eins og ég, en ég veit það líka að flest börn á leikskóla aldri eru komin á fætur kl. 07:30 og það er mælt með 11-13 klst. svefni fyrir 2ja-4ra ára gömul börn svo það eru líka rök fyrir því að fleiri börn en mín fari að sofa á bilinu 19:00-20:00 

Bless og takk fyrir mig

kv. Sæunn


Twilight...

já það er allt sem ég ætla að segja, Twilight...

 

Twilight twilight twilight twilight twilight twilight twilight og svo framvegis...


Bara í gamni :)

þá langar mig að setja hérna inn spurningu til ykkar - kæru lesendur hehe

 Vinkona mín gerði svona á sínu bloggi fyrir löngu síðan og mér finst það sniðugt

Hvað er uppáhalds minning þín um mig - eða eitthvað sem við gerðum saman? allir að svara :) 


Friðsælt meðan börnin sofa...

Hæ Internet!

Mig langaði bara að henda hér inn nokkrum línum, svona ef ske kynni að þú - Internet- sért að lesa.

Í dag fór ég með Krakkana og Ömmu gömlu í kirkju, Það er svolítið gaman að láta þetta hljóma einsog ég hafi af góðmennsku minni tekið gamalmennið með heheTounge en reyndin er sú að það var hin síunga og káta Amma mín sem kom til að hjálpa mér að halda aftur af gríslingunum.
    Jæja þetta var fyrsta Guðsþjónusta vetursins og Ragnar orðinn spenntur að byrja í Sunnudagaskólanum, svo það var von að drengurinn yrði kátur þegar sungið var Hallelú og
Daníel og Rut  og það var sko sagt ömmu að taka þátt (vonandi eru hnén í lagi eftir allt
stand-upp-setjast-niður dæmið heheWink) Kapitolu fanst þetta líka mjög skemmtilegt en var smá stund að átta sig á þessu öllu - ekki vön slíkum fjöldaJoyful.
    Presturinn kallaði svo alla krakkana fram í tröppurnar þar sem þau áttu að syngja nokkur lög og hann Ragnar var sko ekki feiminn við að skella sér í sönginnLoL, Kapitola vildi auðvitað elta bróður sinn og ráfaði um í smá stund áður en hún ákvað að fangið hennar mömmu væri öruggasti staðurinnSmile, svo við mæðgur fórum bara aftur í sætið okkar.
    Kapitola klappaði og skemmti sér konunglega í sætinu, þar fanst henni gott að vera og þegar söngnum var lokið settust Ragnar og hinir krakkarnir á gólfið fram við altarið og hlustuðu á sögu um biblíuna og svo komu Mýsla og Músarpési í heimsókn, en það eru einmitt sunnudagaskóla fígúrur ársins í ár. Eftir messuna var svo boðið í kaffi í safnaðarheimilinu og svo kíktum við heim með Ömmu og fengum skyr í hádegismat.

Það varð eitthvað lítið úr miðdagslúrnum hennar Kapitolu því vagninn var fjarri góðu gamni svo þegar littlan var orðin alveg yfirsig þreyttFrown var brugðið á það ráð að skella sér heim á leið, og vonaðist ég satt að segja eftir því að hún næði aðeins að loka augunum á leiðinni, en allt kom fyrir ekki - það var bara hitt barnið sem átti alls ekki að leggja sig sem lokaði augunum í bílnum *andvarp*Shocking En upp var hann rifinn og hann fékk að horfa einusinni á Mjallhvíti fyrir mat. 

Svo kom Ragga aðeins í heimsókn og borðaði með okkur og hjálpaði mér svo við háttatímann.

Gummi er sumsé að vinna þessar næturnar og þá er voða gott þegar fjölskyldan hleypur undir bagga hja manni, Takk Amma og Ragga fyrir alla hjálpina - þið eruð æði Kissing

Á morgun er svo fyrsti einkatíminn hans Ragnars í píanó, það verður áhugavert heheWhistling

Jæja Internet þá er ég að hugsa um að koma mér uppí rúm og kúra hjá uppáhalds táningnum mínum, honum Harry Potter W00t Góða nótt Internet!

-Sæunn

 


Klukk

Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:

1. Heimavinnandi húsmóðir

2. Hótelþerna

3. Fiskverkari

4. Sölufulltrúi Volare

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:

1. Akureyri

2. Ólafsfjörður

3.Reykjavík

4. Húsavík (bara fimm vikur reyndar)

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

1. The Crow

2. Stealing Beauty

3.Fucking Åmål

4.The Breakfast Club

 

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:

1. Swingtown

2.Friday Night Lights

3. October Road

4. Black books

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

1. Harry Potter

2. Kapitola

3. Martin &Viktoría

4. Snúður og snælda (já á hverju kvöldi!!!)

 

Matur sem er í uppáhaldi:

1. Fylltar Kjúklingabringur

2. Doritos kjúlli

3. Pasta í piparostasósu

4. Afabollur í brúnni sósu með kartöflustöppu

 

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):

1.SAHM

2.mbl.is

3. IMDB.com

4.HPfans

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. USA

2. Norge

3. Vaglaskógur

4. Ásbyrgi

 

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

1. USA

2. Köben

3. London

4. Prag

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka: 

1.Gummi

2. Eyja

3.Elín

4.Andrés


Suzuki

grand vitara? - neibb ekki alveg ;)

 Ragnar er að fara að læra á Píanó eftir svokallaðri Suzuki aðferð, eða svokallaðri Móðurmáls aðferð.

Næstu fimm vikurnar mun ég því vera að læra á píanó, ég er mjög hamingjusöm með það að drengurinn sé ekki að fara að læra á fiðlu því foreldrarnir þurfa víst að læra á smáfiðlur afkvæma sinna...

 Upphaf námsins er sumsé þannig að foreldrarnir læra grunninn svo þeir geti svo hjálpað börnunum sínum að læra því andstætt venjulegu hljóðfæra námi þá eru foreldrarnir aðal kennararnir, og kennararnir aðallega að kenna foreldrunum að kenna börnunum.

Þetta verða því áhugaverðir tímar hehe 

En rosalega hlakkar mig svo til þegar hann Ragnar byrjar svo loksins að læra sjálfur hehe - hann nefnilega er alveg ROSALEGA spenntur :)


Jæja sumarið að verða búið...

og senn byrjar skólinn... Kapitola er byrjuð í dagvistun og Ragnar hefur verið "upgraded" (mér finst ég fyndin) - hann er núna kominn á fjögurra ára deildina á leikskólanum sínum :)

 Kapitola aðlagaðist í síðustu viku heimilisaðstæðum þarsem hún mun eyða virku dögunum sínum þar til leikskólapláss opnast handa henni. Okkur líst bara mjög vel á allt saman og hún er hamingjusöm :)

 Ragnari líkar vistin vel á nýju deildinni og lífið er að komast í rútínu hægt og rólega, reyndar voru bæði börnin heima í gær og Ragnar í dag, hann var með hita og Kap með útbrot, eftir læknisskoðun var úrskurðað að þau séu með einhvern minniháttar vírus sem væri að ganga sitt skeið... Kapitolu var alveg batnað svo hún fór í vistun í dag (þarsem útbrotin voru á undanhaldi og engin merki um frekari lasleik) en Ragnar var orðinn nánast hitalaus í morgunn og alveg um hádegið, í augnablikinu er hann ennþá hitalaus, svo hann fer í leikskólann á morgun ef fer sem á horfir :)

 Gaman að þessu... á mánudaginn var fyrsti heili dagurinn sem börnin voru bæði í skóla/vistun og Gummi var að vinna (þ.e. sofa á daginn vinna á nóttunni) og ég var svo lost eitthvað - vissi ekki alveg hvað ég ætti af mér að gera...

 fór í bónus, seldi graco unitið og skelti mér svo í kaffi til ömmu gömlu áður en ég fór og sótti gríslingana...

hlakka svolítið til á morgun að hafa daginn fyrir mig... ætla að byrja á húsverkunum, tækla eldhúsið og ráðast aðeins í stórþvott... svo er göngutúr, heim í frekari heimilisstörf og chill og svo bónus og loks krakka sækingar... skemmtilegur dagur það hehe

svo byrjar skólinn full time þann fyrsta sept, og þá byrjar líka tónlistarskólinn, Ragnar er nefnilega að fara að læra á píanó! - sem er á dagskrá að kaupa um næstu mánaðarmót! spennandi tímar framundan! stay tuned hehe 

kv - húsmóðirin á brekkunni


Peningavél Warnerbros!

 Mér finst þetta sko fyrir neðan allar hellur... fólk er búið að bíða spennt í rúmt ár eftir þessari mynd, og þeir voga sér að fresta henni! Ekki einsog þeir séu að fresta henni um háfann mánuð vegna anna? NEI þeir eru að fresta henni um heila átta mánuði?!? - það er næstum heil meðganga!!! og til hvers? bara til að græða meira Angry

 Þetta staðfestir það bara að það er enginn áhugi í gerð  þessara mynda, og eina ástæðan fyrir því að þeir ætla að hafa Deathly Hallows í tveimur myndum er til að fá meiri peninga... jæja ekki frá mér! hér með læt ég þetta duga! vonbrigði mín með myndirnar hafa verið sívaxandi og ég læt ekki fara svona með mig sem neytenda! - ég borga mig sko EKKI inná þessa mynd punktur og pasta!

 kv. Sæunn - fokreiður Harry Potter aðdáandi...


mbl.is Næstu Harry Potter-mynd seinkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

We're going on a trip in our big red rocket ship ...

Krakkarnir eru að horfa á littlu snillingana og ég er að hugsa um að henda hérna inn nokkrum línum.

 Frá því síðast erum við búin að fara suður - sem var mjög gaman - hittum marga gamla og góða vini takk fyrir allar samverustundirnar Wink og svo heimsóttum við náttúrulega ýmsa ættingja takk fyrir góða skemmtun!

brb Kap þarf sopa... 

jæja það varð nú aðeins meira en sopi - smá kökuafgangur í tilefni af laugardeginum hehe

en  jæja að suðurferðinni, við fórum líka í fjölskyldu og húsdýragarðinn og var það hin mesta skemtun :)

svo fórum við líka í ýmsar verslanir svosem einsog IKEA sem var mjög vinsæl hjá smáfólkinu - nema Kapitola var ekkert sátt þegar við fórum í gegnum  eldhúsdeildina og hún sá alla þessa vaska en hvergi hægt að skola snudduna hennar! (henni finst nefnilega MJÖG gott að fá nýskolaða kalda snuddu í munninn) 

jæja svo lá leið okkar norður yfir heiðar þar sem margt þurfti að gera áður en hinn tuttugasti júlí gengi í garð. það var skúrað og skrúbbað og að lokum fékk Ragnar að gista nokkrar nætur hjá Kristínu ömmu á Ólafsfirði rétt fyrir afmælið og kom rétt mátulega með fyrstu gestunum í afmælisveisluna sína - Ragnar fékk margt skrítið og skemmtilegt í afmælisgjög - takk allir fyrir gjafirnar og samveruna á afmælisdaginn :)

svo hófst leikskólinn eftir sumarfrí á mánudeginum 21 júlí og Ragnar fékk kórónu í tilefni afmælisins síns deginum áður :)

á þriðjudeginum fórum við svo í jörvabyggðina til Svandísar ömmu  og Einars afa og hittum þar Norsarana, þau Einar Bjarka föðurbróðir minn og börnin hans tvö Einar Mar og Idu Eir... Krakkarnir léku sér góð saman og áttum við öll góða stund þarna í góðu yfirlæti hjá ömmu. 

takk öll fyrir frábærann seinnipart!

 Svo á miðvikudaginn fór Ragnar í afmælisveislu hjá vinkonu sinni í leikskólanum...

upptalningarblogg í lagi ha? hehe

jæja ég þarf að sinna tveimur brjálæðingum...

kv. Sæunn


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband